72. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 23. september 2016 kl. 10:05


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 10:05
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 10:05
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 10:05
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:05
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 10:05
Frosti Sigurjónsson (FSigurj) fyrir Höskuld Þórhallsson (HöskÞ), kl. 10:45
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 10:05
Katrín Jakobsdóttir (KJak) fyrir Ögmund Jónasson (ÖJ), kl. 10:05
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 10:05

Elsa Lára Arnardóttir vék af fundi milli kl. 10:10 og 10:45 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:05
Frestað.

2) 681. mál - ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:05
Nefndin fjallaði um málið.

Árni Páll Árnason lagði fram eftirfarandi tillögu: Ég legg til í ljósi gagnrýni prófessors í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands á málatilbúnað ríkisstjórnarinnar að nefndin eigi frumkvæði að því að leggja nú þegar fram framsalsákvæði við stjórnarskrá sem unnt yrði að afgreiða nú fyrir þinglausnir með stuðningi allra flokka.

Tillagan var borin undir atkvæði. Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Katrín Jakobsdóttir og Birgitta Jónsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni, aðrir voru á móti. Tillagan var ekki samþykkt.

Birgir Ármannsson, 1. varaformaður nefndarinnar, bar því næst upp tillögu um að nefndin samþykkti að umfjöllun hennar um málið væri lokið. Birgir Ármannsson, Brynjar Níelsson, Willum Þór Þórsson, Elsa Lára Arnardóttir og Frosti Sigurjónsson greiddu atkvæði með tillögunni, aðrir voru á móti. Tillagan var samþykkt.

3) Önnur mál Kl. 10:50
Birgir Ármannsson, 1. varaformaður, upplýsti að erindi Vigdísar Hauksdóttur um einkavæðingu bankanna hina síðari, sem meirihluti fjárlaganefndar samþykkti að vísa til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hefðu verið send nefndarmönnum.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50